Karellen

Lærum og leikum með hljóðin er fjölbreytt framburðarefni eftir Bryndísi Guðmundsdóttur sem er ætlað börnum, foreldrum og fagfólki til að undirbúa rétta hljóðmyndun og styrkja undirbúningsfærni fyrir lestur.

Málhljóðin í íslensku eru kynnt til sögunnar í sömu röð og barnið tileinkar sér hljóðin og þyngdarstigið eykst um leið og leikið er í skemmtilegum æfingum í bókum, spilum og í smáforritum.

Lærum og leikum með hljóðin er notað samhliða Lubbi finnur málbein efninu í málörvunarstundum.

Kynningarbæklingur um efnið: lærum og leikum með hljóðin - kynning á efninu.pdf

© 2016 - 2024 Karellen