Karellen

Hér má finna nokkur lög sem við syngjum reglulega í leikskólanum.

Í Lubbastundum eru alltaf sungin þau lög sem við á hverju sinni, hér er linkur á youtube rás Lubba.


Í samverustundum syngjum við mikið, m.a. þessi lög (neðst eru tenglar á fleiri lög):


Kannast þú við....

Kannast þú við köttinn minn, köttinn minn, köttinn, minn,

kolasvart og hvítt með skinn,

svart og hvítt með skinn.

Mja-á, mja-á,

segir litli kötturinn. Mja-á, mja-á,

segir kötturinn.

Hefur þú séð hvolpinn minn,

hvolpinn minn, hvolpinn minn,

hefur gult og loðið skinn,

gult og loðið skinn.

Voff, voff, voff, voff,

segir litli hvolpurinn.

Voff, voff, voff, voff,

segir hvolpurinn.

Hefur þú séð grísinn minn,

grísinn minn, grísinn minn,

grísinn hefur snoðið skinn, hefur snoðið skinn.

Nöff, nöff, nöff, nöff,

segir litli grísinn minn, Nöff, nöff, nöff, nöff,

segir grísinn minn.

Líttu nú á lambið mitt,

lambið mitt, lambið mitt,

loðið fallegt hvítt með skinn,

fallegt hvítt með skinn.

Me-e, me-e,

segir litla lambið mitt.

Me-e, me-e, segir lambið mitt


Fljúga hvítu fiðrildin

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga.
Þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.

Afi minn og amma mín
úti' á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín,
þangað vil ég flúa.

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður' á bæi,
sækja bæði sykur og brauð,
sitt af hvoru tagi.

Sigga litla systir mín
situr úti' í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.

Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.


Litla músin

Ég fann litla mús, hún heitir Heiða,

hún var að greiða mér í dag, herra Jón.

Hún er ofsa fín, hún kann að dansa,

og hún dansar svo vel, herra Jón.

Þó að hún sé feit þá er hún ofsa mikið krútt, með rauða slaufu í skottinu.

Má ég ekki hafa hana hjá mér,

má ég gefa henni ost, herra Jón.

Ef ég fæ að hafa hana hjá mér,

skal ég gæta hennar vel, herra Jón.

Þó að hún sé feit þá er hún ofsa mikið krútt, með rauða slaufu í skottinu.

Ef ég fæ að hafa hana hjá mér,

skal ég gæta hennar vel, herra Jón.

Hún skal aldrei fá að sleppa frá mér,

má ég gefa henni ost, herra Jón,

má ég gefa henni ost, herra Jón,

má ég gefa henni ost, herra Jón.


Skýin

Við skýin felum ekki sólina af illgirni
Við skúin erum bara kíkja á leiki mannanna
við skýin sjáum ykkur hlaupa
ohohohohohohohoo
í rokinu
klædd gulum rauðum grænum bláum regnkápum
eins og regnbogi meistarans
regnbogi meistarans
við skýin erum bara grá bara grá

á morgun kemur sólin,
hvað verður um skýin þá


ef að sérðu krókódíl.pdf

ég fann litla mús.docx.pdf

fljúga hvítu fiðrildin.docx.pdf

göngum, göngum.docx.pdf

hérna koma nokkur risatröll.docx.pdf

hver var að hlæja.pdf

kannast þú við....pdf

kubbahús.docx.pdf

litli fugl í búri.docx.pdf

litlu andarungarnir.docx.pdf

lóan er komin.docx.pdf

pálína með prikið.pdf

skýin.docx.pdf

stóra brúin.docx.pdf

uglan.docx.pdf

upp á grænum, grænum.docx.pdf© 2016 - 2023 Karellen