Karellen

PALS er skammstöfun á enska heitinu Peer Assisted Learning Strategies, sem hefur fengið heitið á íslensku: Pör Að Læra Saman. Markmið aðferðarinnar er að hægt sé að þjálfa alla nemendur samtímis í lestri og stærðfræði með jafningjamiðaðri nálgun. PALS er fyrir 1.-6. bekk grunnskóla. Einnig hefur verið þýtt og staðfært K-Pals og stærðfræðipals fyrir elstu börn leikskólans.

K-Pals er, eins og áður sagði, fyrir elstu börn leikskólans. Þar er lögð áhersla á hljóðgreiningu, umskráningu bókstafa í málhljóð og lestur stuttra texta og orða sem tengjast þeim málhljóðum sem um ræði hverju sinni.

Stærðfræðipals leggur áherslu þjálfun talnahugtöka og í framhaldinu samlagningu og frádrátt.


© 2016 - 2023 Karellen