Í Hólabæ er unnið með Tákn með tali. En það er tjáningarform, ætlað heyrandi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. Það er byggt á látbragði, svipbrigðum, táknum og tali. Það er alltaf notað samhliða töluðu máli og örvar málvitund og málskilning barna.
Þó svo ekki sé nemandi með mál- og talörðugleika þá er mikilvægt að kenna táknin og eru vikulega kennd ný tákn, tákn vikunnar.