Karellen
news

Gjaldfrjáls leikskóli

23. 11. 2021

Í nýrri áætlun sem sveitarstjórn lagði fyrir er gert ráð fyrir að leikskólagjöld verði felld niður að fullu frá og með 01.01.22 Hér er tekið einstakt skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi.

Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu leikskólagjalda er Reykhólahreppur að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólaskref barna og hampa því faglega starfi sem fram fer á leikskólum.

Foreldrar greiða áfram fyrir gjald í mötuneyti samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins.

Við í Hólabæ fögnum þessari ákvörðun og erum stolt af því að vinna í samfélagi sem viðurkennir skólastig leikskólans.

© 2016 - 2024 Karellen