Karellen
news

Sumarleyfi hefst

26. 06. 2023

Kæru foreldrar

Nú eru tveir síðustu dagarnir fyrir sumarleyfi þ.e. í dag 26. og á morgun 27. júní. Við skellum svo í lás eftir morgundaginn og því æskilegt að tæma hólf og allan auka fatnað, bleyjur sem og taka vagna og snuð með heim. Vonum að allir muni njóta sumarleyfisins og safna kröftum fyrir komandi skólaár.

Bettina okkar mun vinna sinn síðasta vinnudag í Hólabæ á morgun 27. júní, munum við kveðja hana með söknuði og óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Berglind og Ásdís kveðja okkur einnig og þökkum við þeim fyrir kynnin og frábært sumar.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars nú þegar við göngum inn í sumarleyfið.

Hólabær opnar svo aftur eftir sumarleyfi 10. ágúst kl. 10:00


Með bestu kveðju,

Íris Ósk Sigþórsdóttir

deildarstjóri leikskóladeild-Reykhólaskóli

© 2016 - 2023 Karellen