Karellen

Í Bláa hópnum eru yngstu börn leikskólans, sem eru fædd 2020-2021. Núna eru fjögur börn í bláa hóp. Áhersla er lögð á frjálsan leik, útiveru og samverustundir. Að auki fara börnin einu sinni í viku í listasmiðju og a.m.k. tvisvar í íþróttasalinn. Blái hópurinn er með sér forstofu til að ganga inn um, rými þeirra er á neðri hæð leikskólans og samanstendur það af forstofu, stóru leikrými og stofu þar sem hvíld er, auk salernisaðstöðu. Börnin borða á kaffistofu/vinnuaðstöðu starfsmanna. Lögð er áhersla á að alltaf séu tveir starfsmenn með hópinn, þó svo börnin séu fá.


© 2016 - 2023 Karellen