Græni hópurinn tekur við af Bláa hópnum og er með börn fædd árið 2018 og 2019 . Núna eru fjögur börn í Græna hóp. Áhersla er lögð á leik, útiveru, hópastarf og samverustundir. Auk þess fer hópurinn einu sinni i viku í fimleika og í listasmiðju og a.m.k. tvisvar í íþróttasalinn. Græni hópurinn deilir forstofu með Rauða hóp og starfsmönnum leikskólans. Rými þeirra er á efri hæð leikskólans og samanstendur það af forstofu, stóru leikrými, þar sem hópastarf og samvera fer fram, og tveimur stofum sem bjóða upp á ákveðin verkefni/leik, auk salernisaðstöðu. Börnin borða í matsal grunnskólans. Að öllu jöfnu er einn starfsmaður með hópinn en mikið samstarf er með Rauða hóp.
Myndir af verkefnum nemenda, þar sem verið er að vinna með litina.