Klæðnaður barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar og hafa ber í huga að veður getur breyst snögglega. Merkja skal föt barnanna á greinilegan hátt, sérstaklega útiföt. Nauðsynlegt er að hafa aukafatnað í leikskólanum og gott er að hafa inniskó eða sokka með stömum botni.
Aukaföt barnanna eru geymd í plastkössum á hillu í forstofunni, og mikilvægt að bæta í þá eftir þörfum, á kössunum er skráð það sem nauðsynlegt er að sé alltaf í þeim. Gott er að temja sér það að þegar eitthvað er sent heim úr leikskóla að koma með sambærilegan klæðnað í kassan morguninn eftir.
Í leikskólanum er unnið með ýmis efni og áhöld sem geta skemmt föt. Vinsamlegast gætið þess að barnið sé ekki í fötum sem ykkur er sérstaklega sárt um, þar sem leikskólinn getur ekki ábyrgst óvænt óhöpp.
Það sem leikskólinn vil að sé alltaf í kössum barnanna er:
Sokkar x 2 | |
Buxur x 2 | |
peysa x 1 | |
Bolir x 2 | |
Nærföt/samfella x 2 (fleiri ef barn er í wc þjálfun) | |