Karellen

Innra mat

Innra mat veitir upplýsingar um stöðu leikskólans í ákveðnum þáttum og er ákveðið að hausti hvað skal meta og hvernig. Próf eru lögð fyrir börn leikskólans og eru þau nýtt til að vinna með einstaka þætti til umbóta. Einnig fylgja prófin börnunum, ef þú flytja á milli leikskóla og veita stuðning ef óskað er eftir stuðningi eða frekari greiningar.

Orðaskil er skimunarpróf sem metur orðaforða barna á aldrinum 18 til 38 mánaða og er lagt fyrir einu sinni á ári.

Smábarnalistinn er stöðurpróf sem ætlað er að meta mál- og hreyfiþroska 15 mánaða til 38 mánaða barna með því að afla upplýsinga frá foreldrum þeirra. Foreldrar svara stöðluðum spurningum um mál- og hreyfifærni barna sinna á þeim tíma þegar listinn er fylltur út. Prófið er lagt einu sinni fyrir.

Hljóm-2 er skimunarpróf sem tekin eru hjá elsta árgangi leikskólans, að hausti og svo er endurmat að vori. Það metur hljóðkerfis- og málvitund barna í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir lestrarerfiðleika síðar.

EFI-2 er málþroskaskimun fyrir börn á fjórða ári. Barn og kennari eiga rólega stund og skoða saman myndabók. Svör barnsins gefa vísbendinu um hvar það er satt í málþroskaferlinu. Þessi skimun kannar málskilning og tjáningarfærni barnsins og tilgangurinn er að finna þau börn sem þurfa á stuðningi að halda. Með því að finna börn með málörðugleika er hægt að bæta úr með snemmtækri íhlutun.

Íslenski þroskalistinn er stöðupróf í hreyfi-, vitsmuna og málþroska. Það eru foreldrar sem svara stöðluðum spurningum er meta þroska barnsins á þeim tíma er listinn er fylltur út.

TRAS er skráningarlisti til notkunar fyrir leikskólakennara til að fylgjast með máltöku tveggja til fimm ára barna. Listinn er upprunalega kominn frá sérfræðingum við norskan háskóla og sérkennslustofnanir og er notkun hans nú orðin útbreidd á Norðurlöndum. Góður málþroski skiptir miklu máli fyrir andlegan þroska barna, félagslega líðan og seinni lestrartileinkun. Með TRAS skráningunni er hægt að skima eftir frávikum í mál- og félagsþroska barnanna með fyrirbyggjandi íhlutun í huga.

Starfsmannaviðtöl eru einu sinni á ári.

Könnun á starfinu meðal foreldra. A.m.k. einu sinni á ári eru lagðar fyrir kannanir á starfinu fyrir foreldra. Niðurstöður eru birtar hér á vefnum. Niðurstöður könnunar, sem lögð var fyrir í mars, 2021: hólabær - niðurstöður innra mats - mars 2021.pdf


Ytra mat

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og eftir atvikum, sveitarfélög, bera ábyrgð á ytra mati. Ráðuneytið gerir áætlun fyrir hverja úttekt þar sem fram kemur tilgangur, helstu viðmið og áherslur úttektar. Reykhólaskóli var í ytra mati skólaárið 2017-2018. Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps hefur, í umboði sveitarstjórnar, eftirlit með því að starfsemi leikskólans samræmist lögum um leikskóla, reglugerðum og aðalnámskrá leikskóla.


© 2016 - 2023 Karellen