Karellen

Leikskólinn er ætlaður frískum börnum og tekur mið af því að þau geti tekið fullan þátt í leik og starfi bæði úti og inni. Börn sem ekki eru fullfrísk ættu ekki að koma í leikskólann bæði vegna smithættu og til að draga úr vanlíðan barns.

Ef barn veikist í leikskólanum, er forráðamönnum gert viðvart. Eins og þekkt er þá eru ung börn fremur kvefsækin og er það ávallt í höndum foreldrar hverju sinni hvort það sendi barn í leikskólann þegar svo er. Ef barn er ekki með hita og hresst að öllu öðru leyti, þá teljum við óhætt að taka á móti því, en við munum hafa samband við forráðamenn ef okkur líst þannig á að barn geti ekki tekið þátt í starfinu og/eða sýni skýr merki um vanlíðan, án þess að vera með hita. Barn með sótthita er ekki talið hæft í leikskólastarf þar sem áreiti leikskólastarfsins er annað en heima, ef sóttihiti uppgörvast í leikskóla eru foreldrar látnir vita og beðnir um að sækja barn sitt. Leikskólinn miðar við að sótthiti sé 37,7° eða hætti áður en hringt er, yfirleitt eru börn farin að sýna önnur ummerki um vanlíðan áður en starfsmenn taka stöðu á sótthita. Hvert og eitt barn er misjafnt og því um mismunandi mat að ræða.

Þegar barn kemur ekki í leikskólann vegna veikinda er mikilvægt að foreldrar hringi í leikskólann og tilkynni veikindin, einnig má senda skilaboð í gegnum Karellen. Ekki er hægt að fá að vera inni til að fyrirbyggja veikindi.

Ekki eru gefin lyf í leikskólanum nema til komi vottorð frá lækni um að lyfjagjöf sé nauðsynleg þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum. Ef barn hefur greinst með óþol, ofnæmi, astma eða einhvers annars sem krefst sérstakrar meðferðar, skal skila vottorði því til staðfestingar. Endurnýja þarf læknisvottorð á ársgrundvelli.

© 2016 - 2023 Karellen