Karellen

Karellen - vefkerfi fyrir leikskóla.

  • Kerfið heldur utan um mætingu - veikindi og frí. Foreldrar geta tilkynnt barn sitt inn veikt í gegnum kerfið og gert skýringu á veikindunum í texta s.s. flensa, hlaupabóla o.s.frv.
  • Foreldrar geta sent kennurum deildarinnar skilaboð - athugið að allir kennarar sem skráðir eru á deildina sjá skilaboðin - ekki einstaka kennari. Eigi aðeins einn kennari að sjá skilaboðfrá foreldri má nýta tölvupóst viðkomandi.
  • Myndir verða merktar ykkar barni svo aðrir sjá ekki myndina nema um hópmynd sé að ræða og fleiri börn séu merkt á tiltekna mynd.
  • Athugið að ekki er leyfilegt að deila myndum af öðrum börnum en sínum eigin. Deili foreldrar myndum af öðrum börnum hefur viðkomandi brotið lög um persónuvernd.


Til að geta hafist handa þurfa foreldrar að virkja aðgang sinn að Karellen, https://karellen.is

  • Foreldrar skrá sig inn á Karellen vefsíðuna með því að velja innskráningu og velja virkja aðgang.
  • Þar setja foreldrar inn netfangið sitt og virkja.
  • Tölvupóstur ætti að berast innan 10 mínútna með lykilorði og þá skrá foreldrar sig inn með kennitölu og lykilorði.
  • Ef tölvupóstur berst ekki hafið þá samband við leikskólastjóra.


Að virkja aðgang að appinu í símann:

  • Þegar foreldrar eru komnir með aðgang í gengum vefsíðu geta þeir sótt sér appið í símann sinn.
  • Appið er aðgengilegt í bæði iOS og Android stýrikerfi. Hægt er að nálagast appið í gegnum Apple store og Google Play.
  • Sjá leiðbeiningar: https://karellen.is/leikskolaapp/


Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur eiginleika kerfisins vel inn á heimasíðu Karellen. Ef eitthvað er óljóst endilega hafið samband við okkur.
https://karellen.is/eiginleikar/

© 2016 - 2024 Karellen