Karellen

Veðurviðvaranir

Ef appelsínugul eða rauð viðvörun er í gildi þá er öllu skólahaldi aflýst (grunn-, leik- og tónlistarskóli).

Ef gul viðvörun er í gangi þá meta foreldrar hvort þeir senda börn sín í leikskólann og skólabílstjórar meta hvort þeir keyri. Ávallt skal hafa beint samband við skólabílstjóra og senda skilaboð til skólans í gegnum Karellen eða hringja í síma 434-7832.

Ef leikskólastarf er fellt niður er slíkt tilkynnt með skilaboðum á Karellen, tölvupósti og auglýst á fésbókar- og heimasíðu skólans.


Stórslys/ náttúruhamfarir

1. Skólastjóri/ áfallaráð afli upplýsinga um á hvern hátt atburðurinn tengist skólanum.

2. Haft verði samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð, t.d. kirkjuna eða RKÍ.

3. Afla upplýsinga í stórslysaáætlun hjá Reykhólahrepp.


Almannavarnir snúast um skipulag og stjórnkerfi sem virkjað er á hættustundu. Samkvæmt 1. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er markmið þeirra að skipuleggja og gera ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir eða takmarka, eftir því sem unnt er, að:

  • Almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni.
  • Umhverfi og eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta, hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum.
  • Veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.

Lögin taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og eignum.

Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði í samvinnu við ríkisvaldið. Stjórn almannavarnamála í hverju lögsagnarumdæmi er í höndum lögreglustjóra sem hefur almannavarnanefnd sér til fulltingis. Lögreglustjóri fer einnig með stjórn leitar og björgunar í sínu umdæmi.

Mikilvægt er að upplýsingar um viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá séu til staðar í skólanum og þær séu skýrar. Skólastjóri setur upp viðbragðsáætlun fyrir sinn skóla og skal fylgja fyrirmælum almannavarnanefnda á hverjum stað fyrir sig.

Sjá nánari upplýsingar á www.almannavarnir.is

© 2016 - 2023 Karellen