Karellen

Skólaakstur er skipulagður miðað við þarfir grunnskóladeildar, heimilt er þó að flytja leikskólabörn með skólabílum ef pláss er í bílnum enda lengist dagleg akstursleið skólabíls ekki eða einungis óverulega. Leikaskólabarn má fara með skólabílnum þegar það hefur náð tveggja ára aldri.

Ef leikskóladeild fer í haust eða vorferð er börnum leikskóladeildar óheimilt að ferðast með einkabílum starfsmanna og því einungis notast við skólabifreiðar.

Ef aðrir nemendur leikskóladeildar en þeir sem eiga fast pláss fá far með skólabíl heim til barns sem ferðast daglega með skólabíl bera foreldrar viðkomandi ábyrgð á að hafa samband við skólabílstjóra.

Bílstjórarnir eru Þráinn Hjálmarsson og Vilberg Þráinsson. Vilberg keyrir í Króksfjarðarnes og Þráinn keyrir í Gufudalssveit. Skólabílar koma að skóla rétt fyrir kl 08:15 og fara frá skóla kl.14.45 alla daga nema miðvikudaga þá fara bílarnir kl 14:00 og föstudaga fara þeir kl 12:55. Ef skólabíll á ekki að sækja barn, vinsamlegast látið bílsjóra vita tímanlega. Þráinn s: 434-7774/895-7774 og Vilberg s: 434-7772/863-2059


© 2016 - 2023 Karellen