Matseðill er aðgengilegur inn á Karellen appinu, vika í senn. Alltaf er boðið upp á grænmeti með hádegismatnum, sem og vatn að drekka.
Morgunmatur samanstendur af hafragraut, slátri, rúsínum, kornfleksi og cheerios. Alltaf er boðið upp á mjólk út á matinn og vatn að drekka. Einnig er boðið upp á lýsi, fyrir þau sem vilja.
Ávaxtastund er um kl 09:20, þá fá börnin ávexti eins og þau geta í sig látið. Oftast er í boði appelsínur, epli og bananar, en fer það eftir árstíma.
Í nónhressingu er reynt að hafa smá fjölbreytni, en það er m.a. boðið upp brauð, hrökkkex, álegg og mjólk/vatn að drekka.
Morgunmatur er alltaf um leið og börnin mæta í leikskólann eða frá kl 08:00-08:40 og er hann í matsal skólans.
Ávaxtastund er inn á deild, eða í rýmum hópanna.
Hádegismatur er borðaður í matsalnum, hjá Græna og Rauða hóp.
Nónhressing er borðuð inn á deild.
Á afmælisdögum er boðið uppá ristað brauð og kakó.