Karellen

Góð samvinna foreldra og leikskóla er forsenda fyrir árangursríkri dvöl barnsins í leikskólanum og góðri líðan. Foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi barna sinna, en leikskólanám er viðbót við uppeldi foreldra, en er ekki ætlað að koma í stað þess.

Samvinna milli foreldra og leikskóla þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, trúnaði og opnum samskiptum við báða foreldra. Markmið foreldrasamstarfs er að foreldrar fái sem bestar upplýsingar um þroska og stöðu barnsins í leikskólanum, stuðli að þátttöku foreldra í starfi leikskólans, auki samvinnu og samskipti leikskólans og heimilanna og veiti foreldrum upplýsingar um starfsemi skólans.

Foreldrar eru ávallt velkomnir í leikskólann til þess að taka þátt í því starfi sem þar fer fram, í samráði við starfsfólk. Þeir eru sérstaklega boðnir í foreldrakaffi, í einkasamtöl, foreldrafundi o.s.frv.

Foreldrafundir

Foreldrafundur er haldin að hausti. Markmið fundarins er að kynna fyrir foreldrum helstu áhersluatriði í vetrastarfinu, hittast og virkja foreldrafélag.

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl eru tvisvar á ári og einnig þegar barn byrjar á leikskólanum. Umsjón viðtala er í höndum hópstjóra. Ef foreldrar óska eftir viðtali á öðrum tímum eða oftar er það velkomið. Foreldraviðtöl fara fram í október og apríl.

Foreldraráð/foreldrafélag

Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 kemur fram að við hvern leikskóla skuli vera foreldraráð en heimilt er fyrir fámenna skóla að hafa sömu stjórn í foreldraráði og foreldrafélagi. Þar sem Reykhólaskóli er sameinaður skóli með þrjár deildir; grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, er eitt foreldrafélag/foreldraráð.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskólans. Ráðið skal fylgjast með framkvæmd skólanámsskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Einnig hefur foreldraráð umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.

Í stjórn foreldrafélags/foreldraráðsins, 2022-2023


Í stjórn foreldrafélags/foreldraráðsins eru:

  • Sandra Rún Björnsdóttir, fulltrúi grunnskóla og gjaldkeri

  • Katla Tryggvadóttir, fulltrúi grunnskóla

  • Embla Dögg Bachman fulltrúi leikskóli

Kostning fyrir skólárið 2023-2024 hefur ekki farið fram

© 2016 - 2023 Karellen