Karellen
news

Breytingar á gjaldskrá.

21. 12. 2023

Kæru foreldrar/forráðamenn leikskólabarna,

Á fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 var sú ákvörðun tekin og samþykkt að gjaldtaka yrði á leikskóladeild utan 6 tíma vistunar. Þessi 6 stunda vistun kallast nú gæðatímar.

Gæðatími er tíminn frá kl. 9:00-15:00. Sá tími er gjaldfrjáls foreldrum, fer faglegt starf deildarinnar fram innan þess tíma.

Tímarnir utan gæðatíma verða þá gjaldskyldir frá og með 1. janúar 2024 samkvæmt gjaldskrá Reykhólahrepps.

Ef foreldrar/forráðamenn hyggjast nýta tíma utan gæðatíma þurfa þeir að sækja um þá sérstaklega til deildarstjóra leikskóladeildar.

Leikskóladeild Grunngjald er er 4111- kr. á mánuði

Ef barn er fulla átta tíma greiðst tvær klst. eða 8.222- kr. á mánuði

Einstæðir foreldrar fá 35% afslátt af dvalargjaldi

Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er 30% með öðru barni og 60% með þriðja barni

Afslættir reiknast eingöngu af dvalargjaldi, ekki af fæði eða öðrum gjöldum.

Foreldrar/forráðamenn greiða mötuneytisgjald samkvæmt gjaldskrá Reykhólahrepps.

Nemendur sem eru 12 -18 mánaða fá gjaldfrjálsa vistun að hámarki 6 klst. á dag sem flokkast sem umönnun og hafa ekki tök á að sækja um annan tíma umfram það, hægt er að velja milli tímanna frá kl. 8:00 - 14:00 eða 9:00 - 15:00.

Með kveðju Stjórnendur Reykhólaskóla

© 2016 - 2024 Karellen