Karellen
news

Takmarkanir á skólahaldi

24. 03. 2021

Kæru foreldrar - eins og kom fram á fréttamannafundi með forsvarsmönnum ríkisstjórnar þá taka hertar aðgerðir gildi frá og með miðnætti og gilda næstu þrjár vikur. Þær fela m.a. í sér fjöldatakmarkanir og lokanir skóla. Eins og staðan er núna eru leikskólar undanþegnir lokunum, en hins vegar gætir misræmis í reglum sem ekki er búið að leysa úr.

Þangað til við fáum aðrar upplýsingar þá er Hólabær opin næstu tvo daga, en grímuskyldu er aftur komið á, þegar þið komið inn í leikskólann. Einnig verður bara opið inn um efri inngang.

Leikskólinn verður lokaður í dymbilviku. Við munum, að öllu óbreyttu, opna aftur eftir páskafrí, þriðjudaginn 6. apríl kl 07:45.

Ég mun upplýsa ykkur um leið, ef eitthvað breytist.

Hér er gott skjal frá Landlækni um "Foreldrahlutverk á tímum Covid-19": foreldrahlutverkid a timum covid.pdf

© 2016 - 2024 Karellen